Schlagworte: Spé og spott í skopteikningum um tónlistarfólk, Skopteikningar af tónlistarflytjendum á tónleikum, Skopteikningar af óperusöngvurum og kórsöngvurum, Hljóðfæraleikarar og söngvarar í skopmyndum, Tónlistakennsla í skopmyndum
Tónsnillingar, söngkonur, einleikarar og glæstir tónlistarflytjendur eru aðalpersónurnar í augnabliksmyndum teiknipennans. Skopteikningarnar draga upp litríkar tónæfingar og fjörugar konsertuppákomur. Virðulegir áheyrendur leggja við eyrun, oftast í einlægni og hrifningu, en stundum uppteknir af öðrum hlutum. Tónlistarheitin húmoreska, noktúrna og elegía fá nýja túlkun í teikningunum, flutningur á fortissimo verður fremur hávær og í neyð lendir glataða innkoman í því að verða spunnin.
Salbjörg Sveinsdóttir Hotz hefur teiknað skopteikningar allt frá bernskuárum. Hún hlaut tónlistarmenntun á Ísafirði, í Reykjavík og síðan í Vínarborg þar sem hún stundaði jafnframt myndlistarnámskeið í skopteikningu. Hún hefur verið sjálfstætt starfandi á sviði tónlistarflutnings, tónsmíða og skopteikninga um áraskeið í Sviss. Úrval af tónverkum hennar hefur verið gefið út á hljóðritum og fjölmargar teikningar eftir hana hafa birst í blöðum, bókum og bæklingum. Auk þess hafa margar skopteikningar hennar verið sýndar á myndlistarsýningum í ýmsum löndum.
Es sind momentan noch keine Pressestimmen vorhanden.